föstudagur, desember 01, 2006
Hey Magga! Eftir eitt ár og átta daga geturðu tekið bílpróf. Vá
Í dag er fyrsti desember. Nýr mánuður þýðir að ég fæ útborgað. Ég var ekki með miklar væntingar um launin mín, þó aðallega þar sem ég vinn á elliheimili. En þegar ég opnaði heimabankann minn þá gladdist hjarta mitt og sálin hlýnaði. Ég stökk upp í ánægjukasti og hrópaði húrra og vei. hundrað og fokking fimmtíu þúsund fyrir 30% vinnu! Ekki slæmt. Alls ekki slæmt.
Þetta var að sjálfsögðu of gott til að vera satt. Ég hefði mátt vita að heppnin er ekki mín megin frekar en hinn daginn. Þetta var villa og Hrafnista lagði tvisvar sinnum inn á mig. Þetta var illa gert að vekja upp vonir hjá mér um betri tíma. Illa gert.
En annars var Kvennó að vinna, nei fyrirgefðu RÚSTA, Hraðbraut í Morfís. Hún Kristjana mín litla Fenger var þar í broddi fylkingar sem liðstjóri.
Hvað ég er stolt.
Annars eru það bara próf og piparkökur framundan hjá hjá henni litlu Klingenberg.
Í alvöru talað ég verð að athuga hvort ég megi taka þetta nafn upp. Fyrst ég er búin að koma mér upp brynju gegn grimmu einelti.
Og vinnan..... gamla góða illa lyktandi vinnan. Þar verð ég á aðfangadagskvöld. Sjibbý.
Öööö....
Ég ákvað að gerast samkynhneigð og keypti mér skyrtu í samræmi við það. Svo hætti ég við.
Tinna - Leti er lífstíll
tisa at 19:53
3 comments